- 19. maí 2022
Athugið svikapóstur
Við hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur urðum fyrir innbroti í tölvupóstkerfi og svikapóstur sendur út í okkar nafni með fyrirsögninni ”sjá upplýsingar um Guðlaug”. Vinsamlegast ekki opna viðhengið og eyðið póstinum.
- 10. des. 2021
Söfnun góðgerðarfélaga 2021
Það voru 116 góðgerðarfélög sem tóku þátt í ár og söfnuðust 48.482.519 krónur í heildina, sem telst flottur árangur miðað við að ekkert opinbert hlaup fór fram annað árið í röð.
- 16. nóv. 2021
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, 20. ágúst 2022
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 20. ágúst 2022. Skráning opnar í byrjun janúar.
- 19. ágúst 2021
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 aflýst
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár.
- 4. ágúst 2021
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 frestað
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið frestað til 18. september 2021.
- 17. maí 2021
Ráshópar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka
Í skráningarferlinu þurfa þátttakendur að velja ráshóp sem miðað við áætlaðan lokatíma, en takmarkaður fjöldi er í hvern ráshóp. Þetta er gert til þess að virða reglur um fjöldatakmarkanir yfirvalda.
- 17. maí 2021
Hlaupastyrkur.is opnar nýr og endurbættur
Áheitasíða Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, hlaupastyrkur.is hefur nú verið opnaður endurbættur og notendavænni. Hlauparar geta nú skráð sig í hlaupið og byrjað að safna fyrir góðgerðarfélögin. Nú er auðveldara að setja inn myndir, texta og setja sér markmið.
- 10. des. 2020
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst 17. febrúar
- 5. nóv. 2020
Næsta hlaup 21. ágúst 2021
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 21. ágúst 2021.
- 1. sept. 2020
Söfnun góðgerðarfélaga gekk vel þrátt fyrir ekkert hlaup
Í ljósi þess að áheitasöfnunin skiptir góðgerðarfélögin miklu máli var fókusinn settur á áheitasöfnun og hlauparar hvattir til að hlaupa sitt maraþon og safna fyrir sín félög. 159 góðgerðarfélög tóku þátt og söfnuðust 72.658.607 krónur sem telst frábær árangur miðað við að ekkert opinbert hlaup fór fram.
- 24. ágúst 2020
Góðgerðarboðhlaupinu lokið
Í dag fór fram Góðgerðarboðhlaup Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í frábæru hlaupaveðri. Þrátt fyrir að ekki var hægt að halda Reykjavíkurmaraþonið í ár vildum við halda söfnuninni fyrir góðgerðarfélögin gangandi. Steindi hljóp í dag 10 km með nokkrum þekktum einstaklingum, þar sem allir hlupu 1 km.
- 20. ágúst 2020
Hlaupabrettaáskorunin 2020
Í ár bjóðum við góðgerðarfélögunum uppá að vekja athygli á málstað sínum með því að fá velunnara sína til að hlaupa fyrir sig í 2 klukkutíma og 17 mínútur. Ákorununin fer fram í Reekbok Fitness í Holtagörðum sunnudaginn 23. ágúst klukkan 14:00.
- 11. ágúst 2020
Sérkjör fyrir hlaupara 2020
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á marga góða samstarfsaðila sem vilja bjóða hlaupurum uppá afslátt af ýmsum vörum og þjónustum. Kynntu þér málið hér.
- 4. ágúst 2020
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2020 aflýst
Á síðustu mánuðum hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur leitað leiða til að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í samræmi við tilmæli Almannavarna. Því miður sjáum við okkur ekki fært að halda viðburðinn, sem fara átti fram 22. ágúst n.k. og uppfylla um leið skilyrði Almannavarna, sem tóku gildi 31. júlí síðastliðinn.
- 16. júní 2020
Ráðstafanir vegna Covid-19
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið í 37. sinn laugardaginn 22. ágúst með breyttu sniði miðað við fyrirhugaðar afléttingar á samkomubanni. Breytingar á fyrirkomulagi hlaupsins hafa verið unnar í samstarfi við Almannavarnir. Mikilvægt verður að allir hlauparar kynni sér upplýsingar vel fyrir hlaupdag og virði þær reglur sem eru settar í kjölfar Covid 19 takmarkanna.
- 27. apríl 2020
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2020
Í samstarfi við Almannavarnir er unnið hörðum höndum að því að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í sumar. Frekari upplýsinga er að vænta mjög fljótlega.
- 10. mars 2020
Upplýsingar vegna COVID-19
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2020 fer fram þann 22. ágúst næstkomandi nema annað komi í ljós. Við munum bregðast við þeim leiðbeiningum sem okkur berast.
- 10. jan. 2020
Skráning er hafin
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2020 sem fram fer í 37.sinn þann 22.ágúst er hafin hér á marathon.is. Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
- 30. des. 2019
Skráning hefst 10.janúar
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 22.ágúst 2020 hefst 10.janúar klukkan 16:00. Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:
- 10. des. 2019
Gjafabréf - ávísun á upplifun og hreyfingu
Viltu gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar? Þá er gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir sem greiðsla í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og þrjá aðra íþróttaviðburði góð hugmynd. Gjafabréfin gilda í fjögur ár og er hægt er að velja upphæð á bilinu 1.000-35.000 kr. Kaupandinn fær gjafabréfið sent með tölvupósti innan fárra mínútna eftir að greiðsla berst og getur þá prentað það út og sett í jólapakkann.
- 16. okt. 2019
Næstu hlaup
Reykjavíkurmaraþon hefur farið fram árlega í miðbæ Reykjavíkur síðan 1984. Undanfarin ár hefur hlaupið farið fram á sama degi og Menningarnótt er haldin hátíðleg í Reykjavík. Næstu hlaup eru á eftirfarandi dagsetningum:
- 13. sept. 2019
Tilboð frá samstarfsaðilum
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á marga góða samstarfsaðila. Nokkrir þeirra bjóða þátttakendum í hlaupinu í ár tilboð á sínum vörum og þjónustu. Tilvalið fyrir þau sem eru á leið í hlaup til útlanda, eða vantar að uppfæra græjurnar fyrir veturinn.
- 4. sept. 2019
Áheitameti fagnað
Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Aðalstyrktaraðili hlaupsins, Íslandsbanki, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is.
- 24. ágúst 2019
Góður dagur á enda
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36. sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri.
- 23. ágúst 2019
Hlaupdagur 2019 - helstu upplýsingar
Meira en 14 þúsund manns munu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019 laugardaginn 24.ágúst. Við vonum að allir, bæði þátttakendur, starfsmenn og áhorfendur, muni eiga góðan dag. Eftirfarandi eru slóðir á upplýsingar sem flestir eru að leita eftir á hlaupdag.
- 21. ágúst 2019
Skráningarhátíð í Laugardalshöll
Allir skráðir þátttakendur þurfa að koma við á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í Laugardalshöll til að sækja skráningargögn fyrir hlaupið á laugardaginn. Einnig verður hægt að skrá sig á hátíðinni. Afgreiðslutími er fimmtudag kl.15:00-20:00 og föstudag kl.14:00-19:00.
- 19. ágúst 2019
Hraðastjórar 2019
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019 býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. Hraðastjórarnir, sem eru allir vanir hlauparar, munu hlaupa á eftirtöldum tímum:
- 18. ágúst 2019
Mínar síður loka á fimmtudag
Á „mínum síðum“ geta skráðir þátttakendur breytt ýmsum stillingum varðandi skráningu sína í hlaupið. Athygli er vakin á því að lokað verður fyrir þessar breytingar kl.13:00 á fimmtudag, á sama tíma og forskráningu lýkur. Til að skrá sig inn á „mínar síður“ nota þátttakendur kennitöluna sína sem notendanafn en lykilorðið fengu þeir sent í tölvupósti við skráningu í hlaupið. Hér er hægt að fá sent nýtt lykilorð á skráð netfang.
- 16. ágúst 2019
Hlaupanúmer með innbyggðri tímatökuflögu
Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019 fá hlaupanúmer sem festa þarf framan á bolinn áður en hlaupið hefst. Öryggisnælur fylgja með til að festa númerið. Tímataka verður í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km hlaupi og 3 km skemmtiskokki. Tímatökuflagan sem mælir tíma þátttakenda í þessum vegalengdum í hlaupinu er innbyggð í hlaupanúmerinu.
- 22. júlí 2019
Ný hlaupaleið í maraþoni
Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á hlaupaleiðinni í maraþoni milli ára til að bæta stemningu og auka upplifun hlaupara.
- 17. júlí 2019
Skemmtiskokkið er fyrir alla
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019 er boðið uppá fimm vegalengdir, þar af tvö skemmtiskokk, 600 metra og 3 km. Skemmtiskokkið hentar fyrir alla sem vilja vera með og hafa gaman. Tilvalið fyrir fjölskyldu og vinahópa að fara saman í þessar vegalengdir.
- 12. júlí 2019
Verðlaunapeningur 2019
Nýr og glæsilegur verðlaunapeningur lítur dagsins ljós í ár. Í forgrunni hans er Perlan sem er eitt af kennileitum Reykjavíkur og sést vel á maraþonbrautinni. Hönnuður verðlaunapeningsins er sjálfur hlaupari og hefur margoft tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.
- 9. júlí 2019
Fyrirtækjahópar á hlaupastyrkur.is
Á hlaupastyrkur.is hefur nú bæst við nýr möguleiki fyrir fyrirtæki. Hægt er að stofna fyrirtækjahópa þar sem allir á vinnustaðnum eða deildinni geta verið saman í hóp og safnað fyrir gott málefni.
- 9. júní 2019
6000 þegar skráðir
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fer fram laugardaginn 24.ágúst. Skráning í hlaupið gengur vel og hafa nú þegar um 6000 þátttakendur skráð sig, 4000 Íslendingar og 2000 frá öðrum löndum. Bandaríkjamenn eru fjölmennastir erlendu þátttakendanna, 547, og næst fjölmennastir Bretar, 189. Skráðir Þjóðverjar eru 185 og 122 frá Kanada en erlendu þátttakendurnir eru af 83 mismunandi þjóðernum.
- 2. júní 2019
Nú er rétti tíminn til að skrá sig
Núna er rétti tíminn til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 fyrir þá sem vilja tryggja sér 20% afslátt af forskráningargjaldinu. Allir eru hvattir til að skrá sig eigi síðar en fimmtudaginn 6.júní því 7.júní fellur afslátturinn úr gildi.
- 11. jan. 2019
Skráning er hafin
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019 sem fram fer í 36.sinn þann 24.ágúst er hafin hér á marathon.is. Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi
- 2. jan. 2019
Skráning hefst 11.janúar 2019
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 24.ágúst 2019 hefst 11.janúar klukkan 16:00. Fimm vegalengdir eru í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi:
- 18. des. 2018
Gjafabréf - ávísun á upplifun og hreyfingu
Viltu gefa ávísun á skemmtilega upplifun og hvatningu til aukinnar hreyfingar? Þá er gjafabréf Íþróttabandalags Reykjavíkur sem gildir sem greiðsla í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og fjóra aðra íþróttaviðburði góð hugmynd. Gjafabréfin gilda í fjögur ár og er hægt er að velja upphæð á bilinu 1.000-35.000 kr. Kaupandinn fær gjafabréfið sent með tölvupósti innan fárra mínútna eftir að greiðsla berst og getur þá prentað það út og sett í jólapakkann.
- 18. sept. 2018
Næstu hlaup
Reykjavíkurmaraþon hefur farið fram í miðbæ Reykjavíkur árlega síðan 1984. Undanfarin ár hefur hlaupið farið fram á sama degi og Menningarnótt er haldin hátíðleg í Reykjavík. Menningarnótt fer ætíð fram 18.ágúst, sem er afmælisdagur Reykjavíkur, eða næsta laugardag þar á eftir.
- 14. sept. 2018
Áheitameti fagnað
Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons 2018 fór fram í gær. Aðalstyrktaraðili hlaupsins, Íslandsbanki, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is.
- 3. sept. 2018
Mistök við lagningu brautar
Það er okkur mjög þungbært að tilkynna að mistök voru gerð við lagningu brautar í maraþoni og hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka laugardaginn 18. ágúst.
- 20. ágúst 2018
Takk fyrir þátttökuna
Takk fyrir þátttökuna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn kæru hlauparar, áhorfendur, samstarfsaðilar og sjálfboðaliðar.
- 18. ágúst 2018
Hlaupdagur 2018 - Helstu upplýsingar
Meira en 14 þúsund manns munu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018 sem fer fram í dag í 35.sinn. Eftirfarandi eru slóðir á upplýsingar sem flestir eru að leita eftir á hlaupdag.
- 17. ágúst 2018
Mikilvægar upplýsingar fyrir hlaupara
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 er á morgun! Hér höfum við tekið saman mikilvæg atriði fyrir hlaupara.
- 17. ágúst 2018
Konur í gær - karlar í dag
Þær voru frábærar konurnar þrjár sem fluttu fyrirlestra á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í Laugardalshöll í gær. Allar voru þær með áhugaverðar lífsreynslusögur sagðar af mikilli innlifun og sannfæringu. Hægt er að horfa á upptökur af fyrirlestrunum hér á Youtube.
- 15. ágúst 2018
Hraðastjórar 2018
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018 býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim.
- 14. ágúst 2018
Spennandi fyrirlestrar
Í tilefni af 35 ára afmæli Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verða sérstaklega veglegir fyrirlestrar í boði fyrir þátttakendur og áhugasama.
- 13. ágúst 2018
Gott að vita
Forskráningu í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 lýkur fimmtudaginn 16.ágúst klukkan 13:00. Á sama tíma loka „mínar síður“ þar sem hægt er að breyta ýmsum stillingum varðandi skráningu í hlaupið. Til að skrá þig inn á „mínar síður“ notar þú kennitöluna þína og lykilorðið sem þú fékkst sent í tölvupósti við skráningu.
- 12. ágúst 2018
Brautarskoðun og nudd
Maraþon og hálfmaraþon hlaupurum stendur til boða að kaupa maraþonpakka sem inniheldur brautarskoðunarferð og nudd fyrir 7.900 kr. Brautarskoðunarrútan fer frá Laugardalshöllinni klukkan 20:00 fimmtudaginn 16.ágúst og er áætlað að ferðin taki um 90 mínútur. Rútan verður staðsett fyrir framan innganginn og er merkt Reykjavik Excursions.
- 10. ágúst 2018
Fullt af fjöri í skemmtiskokki
Í ár verður boðið uppá tvær skemmtiskokks-vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem verður fullt af fjöri, tónlist, kraftmiklum skreytingum og magnaðri stemningu! Þú getur valið um að skrá þig og þína í eftirfarandi ræsingar í skemmtiskokki: 3 km kl.12:15 - JóiPé og Króli sjá um upphitun. 600 m kl.13:30 - Leikhópurinn Lotta og Georg sjá um upphitun.
- 9. ágúst 2018
8% aukning í áheitum
Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel þessa dagana. Í dag fór heildarupphæð safnaðra áheita yfir 42 milljónir sem er 8% hærri upphæð en á sama tíma í fyrra.
- 25. júní 2018
Hvað fær leikara til að hlaupa?
Auglýsingastofan Brandenburg fékk það hlutverk að útfæra auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 í kjölfar þess að hópur leikara leitaði til Íslandsbanka með þá hugmynd að gefa vinnu sína og láta gott af sér leiða. En hvað fær leikara til að hlaupa?
- 24. júní 2018
Aukning í áheitum og skráningu
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hér á rmi.is og áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is gengur frábærlega. Samanborið við sömu dagsetningu í fyrra er 24% aukning í skráningum og 98% aukning í áheitum.
- 22. júní 2018
Leikarar andlit hlaupsins
Íslandsbanki er stærsti samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons og ber hlaupið nafn bankans. Í dag fer af stað stærsta herferð Íslandsbanka á árinu sem er fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk þar sem hægt er að leggja góðum málefnum lið með því að heita á hlaupara. Í gegnum árin hafa landsþekktir einstaklingar verið í forsvari fyrir maraþonið og vakið athygli á góðgerðarfélögum.
- 16. maí 2018
28% aukning í skráningum
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 gengur vel. 28% fleiri hafa skráð sig í hlaupið í dag heldur en á sama tíma í fyrra.
- 11. maí 2018
Áheitasöfnun fer vel af stað
Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram á hlaupastyrkur.is. Óhætt er að segja að söfnunin fari vel af stað í ár því nú þegar hafa rúmar tvær milljónir safnast sem er 224% meira en á sama tíma í fyrra.
- 12. jan. 2018
Skráning er hafin
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 sem fram fer í 35.sinn þann 18.ágúst er hafin hér á marathon.is.
- 16. okt. 2017
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram í 35.sinn laugardaginn 18.ágúst.
- 25. ágúst 2017
20% afsláttur hjá Adidas
Adidas býður öllum þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 20% afslátt af hlaupafatnaði og hlaupaskóm á adidas.is.
- 22. ágúst 2017
Áheitamet á hlaupastyrkur.is
Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka lauk á miðnætti í gær á hlaupastyrkur.is.
- 21. ágúst 2017
Tilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur
Í ljósi umræðu um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og vefinn hlaupastyrkur.is vill Íþróttabandalag Reykjavíkur koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri
- 19. ágúst 2017
Vel heppnað hlaup
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 34.sinn í dag og gekk vel. Rúmlega 14 þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Veðrið lék við hlaupara í dag sem voru fjölmargir að bæta sinn besta árangur.
- 18. ágúst 2017
Hlaupadagur - helstu upplýsingar
Laugardaginn 19.ágúst munu um 14 þúsund manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 sem í ár fer fram í 34.sinn.
- 17. ágúst 2017
Skráningarhátíð í Laugardalshöll
- 17. ágúst 2017
Hraðastjórar
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim.
- 16. ágúst 2017
Úrslitaþjónusta á hlaupadag
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 verður hægt að fylgjast með gengi hlaupara í tímatökuvegalengdunum í næstum því beinni útsendingu hér á marathon.is. Um er að ræða bráðabirgðaúrslit sem síðan munu birtast staðfest á marathon.is um kl.16.
- 14. ágúst 2017
Forskráningu að ljúka
Senn líður að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í 34. sinn laugardaginn 19.ágúst. Forskráningu í hlaupið hér á marathon.is lýkur klukkan 13:00 fimmtudaginn 17.ágúst. Allir eru hvattir til að skrá sig fyrir þann tíma þar sem að þátttökugjöld hækka eftir að forskráningu lýkur.
- 2. ágúst 2017
Sigraðu þig
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er boðið uppá fimm vegalengdir og því ættu allir aldurshópar og getustig að geta fundið vegalengd við hæfi. Sigraðu þig og skráðu þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 hér á marathon.is.
- 2. ágúst 2017
Viltu hlaupa til góðs?
Rúmlega þrjú þúsund þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 eru að safna áheitum til góðra málefna á hlaupastyrkur.is og það er ennþá hægt að bætast í hópinn.
- 11. júlí 2017
12% aukning í skráningum
Laugardaginn 19.ágúst fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fram. Skráning í hlaupið gengur mjög vel en nú þegar hafa um 8600 skráð sig til þátttöku sem er 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Flestir hafa skráð sig í 10 km hlaupið eða tæplega 4000 manns en næst flestir í hálft maraþon þar sem rúmlega 2400 eru skráðir.
- 7. júlí 2017
Hlaupastyrkur.is
Hlaupurum í Reykjavíkurmarmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni. Þeir sem velja að hlaupa til góðs fá sérstakt svæði á áheitavefnum hlaupastyrkur.is þar sem þeir geta sett inn mynd af sér og hvatt fólk til að heita á sig. Árið 2016 skráðu 4.187 hlauparar sig á hlaupastyrkur.is og söfnuðu 97 milljónum til góðra málefna.
- 20. júní 2017
Skráning í fullum gangi
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í 34.sinn laugardaginn 19.ágúst 2017. Skráning í hlaupið er í fullum gangi hér á marathon.is og hafa nú þegar rúmlega 5000 skráð sig í hlaupið.
- 2. maí 2017
Viltu hlaupa til góðs
Hlaupurum í Reykjavíkurmarmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni. Þeir sem velja að hlaupa til góðs fá sérstakt svæði á áheitavefnum hlaupastyrkur.is þar sem þeir geta sett inn mynd af sér og hvatt fólk til að heita á sig. Árið 2016 skráðu 4.187 hlauparar sig á hlaupastyrkur.is og söfnuðu 97 milljónum til góðra málefna.
- 16. mars 2017
Meira en 3000 skráðir
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst. Meira en 3000 þátttakendur eru nú skráðir í hlaupið, þar af rúmlega 1000 Íslendingar og tæplega 2000 af öðrum þjóðernum.
- 13. mars 2017
Núna er rétti tíminn til að skrá sig
Núna er rétti tíminn til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fyrir þá sem vilja tryggja sér lægsta mögulega þátttökugjaldið. Við hvetjum alla til að skrá sig og sína fyrir fimmtudaginn 16.mars því þá hækkar gjaldið.
- 10. mars 2017
Auglýsingaherferð verðlaunuð
Auglýsingaherferðin „Mín áskorun" sem Íslandsbanki stóð fyrir í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 hlaut í dag Áru verðlaunin. Verðlaunin fær sú auglýsingaherferð sem hefur þótt sýna framúrskarandi árangur og voru þau veitt við hátíðlega athöfn á ÍMARK deginum í Hörpu í dag.