Skráningarmet í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2025!

21. ágúst 2025

Aldrei hafa jafnmargir skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka líkt og í ár, en það fer fram núna á laugardaginn. Veðurspáin lítur ágætlega út til að byrja með,hægur vindur snemma morguns en smám saman mun hann aukast eftir því sem líður á daginn.

Þegar þetta er skrifað hafa yfir 16.000 manns skráð sig í hlaupið sem er nýtt met og því stefnir í magnað hlaup í ár. Af þeim hafa um fjögur þúsund tryggt sér sæti í hálfmaraþoninu, sem nú er orðið fullbókað. Þá er talið að tíu kílómetra hlaupið verði fljótt uppselt líka. Að auki geta þátttakendur valið á milli skemmtiskokksins (3 km) eða maraþonsins sjálfs.

Góðgerðasöfnunin á hlaupastyrkur.is stendur nú í 208 milljónum söfnuðum en söfnun lýkur á miðnætti, mánudaginn 25. ágúst.

Í ár verður Í ár er svokölluð skemmtiganga sem er unnin í samstarfi við gönguhópa eldriborgara þar sem gengið er 10 km á spjallhraða. Hópurinn er ræstur með almennum hópi í 42/21km kl:08:40. Þeir sem taka þátt í Skemmtigöngunni skrá sig í Skemmtiskokk og merkja í hlaupahóp "ganga" og þegar hlaupanúmerið er sótt í afhendingu gagna að láta vita að þið séuð í Skemmtigöngunni og fáið þá ljósgrá númer. Nauðsynlegt er að mæta tímanlega fyrir ræsingu. Áhugasömum er bent að hafa samband við Jónas á js@islandia.is  

Við hlökkum mjög mikið til að sjá ykkur á laugardaginn!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade