Góðgerðarmál

Minningarsjóður Jennýjar Lilju
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
🚨 Styðjum Björgunarsveitina Kára í Öræfasveit! 🏃♀️❤️
Í ár tekur Minningarsjóður Jennýjar Lilju þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Markmiðið í ár er að styrkja Björgunarsveitina Kára sem er staðsett í Öræfasveit. Innan sveitarinnar er starfandi vettvangsliðahópur sem sinnir útköllum eins og slysum og bráðum veikindum.
Öræfin eru afskekkt svæði og langt er í næstu starfstöðvar sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu (sjúkraflutningar og heilsugæsla) sem eru á Kirkjubæjarklaustri og Höfn en þar á milli eru 201 km. Öræfin eru mitt á milli þessara þéttbýliskjarna og fer um þetta svæði mikill fjöldi ferðamanna. Minningarsjóður Jennýjar Lilju mun safna áheitum fyrir – hjartastuðtæki og monitor (Corplus 1) sem er nauðsynlegt tæki sem getur bjargað mannslífum þegar sekúndurnar skipta máli. 🌄
Allir eru velkomnir að hlaupa fyrir Minningarsjóð Jennýjar Lilju og styðja þannig uppbyggingu vettvangshóps Björgunarsveitarinnar Kára.
💙 Með þínum stuðningi hjálpar þú til við að bjarga lífum.
👉
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Hópar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir






















