Góðgerðarmál
Íslandsdeild Amnesty International
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Starf okkar miðar að því að vernda fólk hvar sem er í heiminum, þar sem brotið er mannréttindum, réttlæti, frelsi eða reisn.
Starf samtakanna skilar raunverulegum árangri en á hverju ári er fjöldinn allur af málum sem leysist vegna þrýstings af okkar hálfu. Lögum og hátterni hefur einnig verið breytt fyrir tilstuðlan starfs Amnesty.
Íslandsdeild Amnesty International var formlega stofnuð í Norræna húsinu 15. september árið 1974. Í dag er skrifstofan staðsett á Þingholtsstræti 27.
Íslandsdeild Amnesty International hefur stuðlað að aukinni þekkingu á mannréttindum hér á landi og haft jákvæð áhrif á líf fjölda fórnarlamba mannréttindabrota. Íslandsdeildin er vettvangur fyrir hinn almenna borgara til að hafa jákvæð áhrif á mannréttindaástandið í heiminum í dag.
Starfsemi deildarinnar byggir á frjálsum framlögum og félagsgjöldum. Til að tryggja sjálfstæði og óhlutdrægni hafnar deildin opinberu fé.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir