Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Gleðistjarnan

Samtals Safnað

11.000 kr.

Fjöldi áheita

3

Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023.

Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Félagið aflar fjár til starfsemi sinnar með styrkjum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og með viðburðahaldi. 

Gleðistjarnan hyggst bjóða öðrum góðgerðarfélögum, sem styðja við langveik börn, aðstoð við viðburðahald, s.s. bingó, tónleika eða hvað annað sem félög hyggjast gera fyrir félagsmenn sína.

Gleðistjarnan mun einnig standa fyrir viðburðum fyrir aðra hópa. Í þeim tilfellum eru viðburðir hugsaðir til að afla fjár fyrir starfsemi Gleðistjörnunnar.

Gleðistjarnan veit hversu mikilvægt það er langveikum börnum og systkinum þeirra að hafa eitthvað til að hlakka til, eitthvað sem brýtur upp tilveruna í þeim erfiðu aðstæðum sem fjölskyldur langveikra barna eru oft í.

Gleðistjarnan hyggst því, í samstarfi við lækna og hjúkrunarfólk á Barnaspítala Hringsins, gefa systkinum langveikra barna gleðigjafir. Meira verður sagt frá gleðigjöfunum síðar.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
Hálfmaraþon - Keppnisflokkur

Hinrik Örn Óskarsson

Hefur safnað 11.000 kr. fyrir
Gleðistjarnan
3.7% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Daði
Upphæð5.000 kr.
Vel gert, þú pakkar þessu hlaupi saman!
Óttar Örn Bergmann
Upphæð3.000 kr.
Engin skilaboð
Þorbjörn Arnalds Guðmundsson
Upphæð3.000 kr.
Þú ert til fyrirmyndar elsku vinur og þú pakkar þessu saman!❤️

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade