Góðgerðarmál

Selíaksamtök Íslands
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Selíaksamtök Íslands vinna að því að auka lífsgæði fólks með selíak á Íslandi og þeirra sem þurfa að vera á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Eina meðferðin við selíak er 100% glútenlaust fæði ævilangt.
Selíak er sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur einkennum við neyslu á glúteni. Klassísku einkennin eru frá meltingarvegi eins og uppþemba, niðurgangur, magaverkir og uppköst. Önnur einkenni eru til að mynda höfuðverkir og heilaþoka, útbrot, vítamínskortur, járnskortur og síþreyta ásamt tæplega 300 öðrum einkennum.
Ef selíak er ekki meðhöndlað eykst hætta meðal annars á taugasjúkdómum, vítamínskorti, beinþynningu, ófrjósemi, járnskorti og andlegum veikindum eins og kvíða og þunglyndi. Hjá börnum getur selíak einnig valdið vanþrifum, þyngdaraukningu og seinkun á kynþroska. Það er því mjög mikilvægt að greina og meðhöndla sjúkdóminn snemma og minnka þannig líkur á næringarskorti, afleiddum sjúkdómum og snemmbærum dauða.
Talið er að um 1% mannkyns sé með selíak en um 75% eru án greiningar.
Selíaksamtök Íslands vinna að því að veita fræðslu og stuðning, fjölga greiningum á selíak og auka þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á sjúkdómnum sem og í samfélaginu öllu.
Takk fyrir að hlaupa og safna áheitum fyrir Selíaksamtök Íslands og stuðla þannig að auknum lífsgæðum fyrir fólk sem þarf að vera á glútenlausu fæði á Íslandi!
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir





















