Hlaupahópur

Ljóstírurnar
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið

Ljóstírurnar er nafn á stuðningshópi sem hittist í Ljósinu vorið 2022. Þar nutum við frábærrar endurhæfingar í hópi góðra kvenna. Við Ljóstírurnar höfum hist reglulega síðan við lukum endurhæfingu og alltaf er það jafn yndislegt. Við, Hólmfríður og Ólöf Erla (ásamt syni mínum og öllum se vilja vera með), ætlum nú að hlaupa fyrir hönd hópsins og þá ekki síður þeirra sem fallnar eru frá og einhverjar okkar verða á hliðarlínunni að hvetja <3.
Lifi Ljósið!
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir