Hlaupahópur

Sálstofugengið
Hleypur fyrir Einhverfusamtökin
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við á Sálstofunni viljum gjarnan láta gott af okkur leiða og styrkja mikilvæg málefni. Fjórða árið í röð reima sálfræðingar Sálstofunnar og fjölskyldur þeirra á sig hlaupaskóna og nú urðu Einhverfusamtökin fyrir valinu.
Sálfræðingar Sálstofunnar þjónusta fjölda einhverfra barna og fjölskyldur þeirra. Einhverfusamtökin hafa unnið einstakt starf við að bæta þjónustu við einhverfa og standa vörð um lögbundin réttindi þeirra en við vitum að enn er mikið óunnið og viljum því leggja okkar af mörkum til að styrkja frábært starf Einhverfusamtakanna.
Einhverfusamtökin
Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1070. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir