Hlaupahópur

Arctic Therapeutics
Hleypur fyrir Styrktarsjóður Katrínar Bjarkar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Við í Arctic Therapeutics ætlum að hlaupa saman í Reykjavíkurmaraþoninu í ár til styrktar Styrktarsjóði Katrínar Bjarkar.
Markmiðið okkar er að safna sem mestu svo Katrín geti notið lífsins líkt og við hin – með þeim stuðningi sem hún þarfnast í daglegu lífi. Sagan hennar Katrínar hefur verið hluti af okkar vegferð frá byrjun og okkur finnst sjálfsagt og dýrmætt að leggja okkar af mörkum.
Við hvetjum alla til að styrkja okkur í þessu hlaupi. Hver króna skiptir máli til að styðja við lífsgæði Katrínar.
Arctic Therapeutics mun jafna heildarupphæð styrkja þann 23.ágúst, að upphæð allt að ISK 250.000.
Styrktarsjóður Katrínar Bjarkar
Katrín Björk Guðjónsdóttir var 21 árs þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. Orsökin var séríslenskur erfðasjúkdómur sem veldur arfgengri heilablæðingu. Endurtekin áföll síðustu ár hafa rænt hana málinu og hreyfigetunni en ótrúlegur baráttuandi Katrínar hefur haldið á lofti á von hennar um að ná bata.
Olga Ýr Björgvinsdóttir
Kristinn Daníel Gunnarsson
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
Nýir styrkir
















