Hlaupahópur

Gerðin600
Hleypur fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við ákváðum að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu á Akureyri vegna þess að málefnið er okkur hjartans mál. Líkt og flestir aðrir höfum við átt vini og ættingja sem hafa nýtt sér þjónustu og stuðning félagsins á erfiðum tímum. Það sem Krabbameinsfélagið gerir, hvort sem það er ráðgjöf, fræðsla, hópastarf eða stuðningur við fjölskyldur, skiptir gríðarlegu máli fyrir þá sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.
Félagið er einnig mikilvægt í forvarnarstarfi og vinnur ötullega að því að efla vitund og fræðslu í samfélaginu. Með því að styrkja Krabbameinsfélagið á Akureyri vitum við að fjármunirnir fara beint í að bæta lífsgæði fólks á okkar svæði. Þetta er leið fyrir okkur að gefa eitthvað til baka, sýna samstöðu og leggja okkar af mörkum til að halda áfram þessu ómetanlega starfi
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis rekur þjónustumiðstöð á Akureyri sem veitir einstaklingum sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra fræðslu, stuðning og ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu. Í boði eru viðtöl hjá ráðgjafa, stuðningshópar og ýmis gagnleg námskeið. www.kaon.is
Ágúst Már Sigurðarson
Kristján Már Sigurbjörnsson
Freyr Baldursson
Þórarinn Stefánsson
Nýir styrkir