Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!

Í minningu mömmu minnar, Særúnar Sigurgeirsdóttur, sem dó úr brjóstakrabbameini þann 12.mars 2022, þá hleyp ég í fyrsta skipti heilt maraþon. Í tilefni þess vil ég safna pening fyrir Brakkasamtökin. Samtökin styðja við og fræða fólk með BRCA stökkbreytingu sem gera líkur á brjóstakrabbameini yfirgnæfandi miklar, eða allt að 60-80% á lífsleiðinni.
Mamma fékk fyrst brjóstakrabbamein þegar að ég var unglingur en sem betur fer greindist það snemma og hægt að lækna með skurðaðgerð og geislum. Í kjölfarið tókum við mamma, systir mín og ég þátt í rannsókn og gáfum sýni af okkar erfðaefni til að styðja við rannsóknir á brjóstakrabbameini. Á þessum tíma vissum við ekki af BRCA stökkbreytingunni. Eftir að hafa lesið viðtal við Kára, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, árið 2018 þá fór ég á vefinn þeirra til að athuga hvort að ég væri BRCA arfberi. Það kom í ljós að ég var BRCA2 arfberi, svo að ég fékk mömmu og systir mína í tékk á Landspítalan. Systir mín slapp en þar kom í ljós að mamma var líka arfberi. Mamma og ég fórum svo í rannsóknir, ég var heilbrigð en því miður kom í ljós að mamma var komin með fjórða stigs krabbamein og við tók löng barátta við krabbameinið sem endaði um 3,5 árum seinna.
Brakkasamtökin
Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi. Tilgangur Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og öðrum meinvaldandi breytingum sem auka líkur á krabbameini í vissum líffærum. Einnig að og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Brakkasamtökin eru góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum og allir stjórnarmenn eru ólaunaðir og gefa vinnu sínu í þágu samtakanna.
Nýir styrkir