Hlauparar

Richard Már Guðbrandsson
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa 21 km fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna vegna þess að systir mín hún Guðbjörg lést úr krabbameini aðeins 7 ára gömul þann 4. nóvember árið 1997.
Félagið hjálpaði mér og minni fjölskyldu á sínum tíma og nú vil ég gefa til baka.
Ég hleyp til heiðurs Guðbjargar og fjölskyldunnar minnar.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Hvatningarstöð félagsins er vestan við Olís-stöðina í Ánanaustum. Sjá viðburðinn: Hvatningarstöð SKB í Reykjavíkurmaraþoni https://www.facebook.com/events/1051078383502754
Nýir styrkir