Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég kynntist starfi Íslenskrar ættleiðingar í gegnum konuna mína, sem er ættleidd frá Sri Lanka. Í gegnum hana og hennar sögu fór ég að átta mig á því hversu mikilvægt þetta málefni er. Ekki bara fyrir börnin sem eru ættleidd, heldur líka fjölskyldu þeirrar.
Ég hef séð með eigin augum hvað öruggt og ástríkt heimili getur gert fyrir ættleidda einstaklinga. Konan mín og margir vinir hennar sem eru ættleiddir eru lifandi dæmi um það. Ættleiðing snýst ekki bara um að bjarga barni, heldur um að byggja fjölskyldu, tengsl og framtíð.
Þess vegna hleyp ég. Til að styðja við starf Íslenskrar ættleiðingar og minna á að hvert barn, hvar sem það fæðist, á skilið að alast upp í ástríku og öruggu umhverfi.
Taktu þátt með mér. Hvort sem þú hleypur, styrkir eða deilir.
Íslensk ættleiðing
Íslensk ættleiðing hugsar um hagsmuni munaðarlausra barna erlendis sem ekki eiga fjölskyldu. Jafnframt hjálpar félagið Íslendingum sem þrá að verða foreldrar að verða fjölskylda þessara barna með því að ættleiða þau samkvæmt alþjóðlegum reglum.
Nýir styrkir

















