Góðgerðarmál

Íslensk ættleiðing
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingarfélagið á Íslandi og hefur löggildingu frá dómsmálaráðuneytinu til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið er í grunninn frjáls félagasamtök, stofnuð 1978 og verkefnin eru fjölbreytt og nauðsynleg.
Meginmarkmið Íslenskrar ættleiðingar eru að aðstoða þá sem vilja ættleiða börn af erlendum uppruna og ávallt þannig að hagsmunir barnsins sitji í fyrirrúmi. Félagið stuðlar að velferð kjörfjölskyldna með ýmis konar fræðslu, stuðningi og félagsstarfi. Einnig ber ÍÆ hagsmuni uppkominna ættleiddra fyrir brjósti og viljum við sjá meiri skilning og stuðning á öllum stigum, þ.e í ættleiðingarferlinu, eftir ættleiðingu og eftir að 18 ára aldri er náð. Þessum skilningi þarf að fylgja fjármagn en hægt og þétt er verið að skera niður í þessum mikilvæga málaflokki.
Ættleiðing er ævilangt ferli sem ber að huga að enda viðkvæmt og fallegt.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir