Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!


Mamma mín er ættleidd frá Sri Lanka. Amma og afi ættleiddu hana þegar hún var lítil stelpa.
Þetta málefni skiptir máli fyrir mig og fjölskyldu mína. Það hjálpar fleiri börnum að fá heimili, rétt eins og mamma fékk. Börn sem eru einhvers staðar í heiminum og bíða eftir að eignast fjölskyldu.
Ég er sjálfur búinn að kynnast fleiri börnum ættleiddra foreldra og ættleiddu börnum gegnum félagsstarf hjá íslenskri ættleiðing. Mér finnst gaman að hitta þau og gera eitthvað saman.
Ég tek þátt í þessu hlaupi fyrir mömmu, og fyrir öll hin börnin sem eiga líka skilið að eiga góða fjölskyldu.
Íslensk ættleiðing
Íslensk ættleiðing hugsar um hagsmuni munaðarlausra barna erlendis sem ekki eiga fjölskyldu. Jafnframt hjálpar félagið Íslendingum sem þrá að verða foreldrar að verða fjölskylda þessara barna með því að ættleiða þau samkvæmt alþjóðlegum reglum.
Nýir styrkir
















