Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið



Ég ætla að hlaupa í ár til styrktar Mia Magic <3
Ég greindist með MS (Multiple sclerosis) sjúkdóminn 9. júní 2023 þá 14 að verða 15 ára.
Lífið breyttist á augabragði og mikil ósvissa myndaðist hvernig framtíð biði mín.
Það var áfall að greinast og að fá greininguna svona skyndilega.
Ég er að læra, að vaxa og að takast á við þetta verkefni sem mér var gefið.
Sjúkdómurinn skilgreinir mig ekki, en hefur mótað mig sem persónu.
Og þrátt fyrir þetta allt…gefst ég ekki upp og er enn sterkari en ég var.
Mia Magic
Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur. Komdu í hlaupahópinn okkar ef þú ætlar að hlaupa fyrir Mia Magic! https://www.facebook.com/groups/707578163810779
Nýir styrkir