Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég hef ákveðið að hlaupa fyrir Æfingastöðina sem hefur hjálpað dóttur minni, Þóru Dís heilmikið eftir að hún greindist með fjölliðagigt í byrjun árs 2024.
Að eiga barn með fjölliðagigt hefur tekið mikið á en þökk sé gigtarteyminu hennar eru bjartari tímar framundan.
Með því að heita á mig, styrkið þið í leiðinni mikilvægt málefni.
Margt smátt gerir eitt stórt 🩷
Æfingastöðin
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Markmiðið er að veita ráðgjöf og þjálfun með það að leiðarljósi að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Í náinni samvinnu við fjölskyldu barnsins eru sett einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af aðstæðum, áhuga og framtíðarsýn einstaklingsins og fjölskyldunnar.
Nýir styrkir