Hlauparar

Ester Inga Sveinsdóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Konan sem hefur hatað að hlaupa alla sína ævi er búin að kaupa nýja hlaupaskó og hún getur, ætlar og SKAL hlaupa tíu kílómetra í ágúst.
Fyrst og fremst er ég að gera þetta fyrir mig. En í mínum huga er mikil hvatning að fá að hlaupa til styrktar Ljóssins. Eins og flestir í kringum mig vita greindist mamma með eggjastokkakrabbamein fyrst árið 2017. Síðan þá hefur hún greinst þrisvar, síðast í október 2024. Í vikunni fengum við þær ómetanlegu fréttir að síðasta lyfjameðferð bar tilskilin árangur og engin merki fundust um krabbamein. Að baki þess býr gríðarlegur styrkur, áræðni og elja af hálfu mömmu. Hún hefur sýnt okkur öllum hvað í henni býr og eins og alltaf staðið og haldið utan um okkur fjölskylduna. Ég mun aldrei koma því í orð hversu lukkuleg ég er að hafa fengið hana mömmu í vöggugjöf og reyni á hverjum degi að sýna mínum börnum sömu mannkosti og hún hefur að geyma. Mamma mín er best.
Fyrir þá sem ekki vita er Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Þangað geta þeir leitað sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra til að fá fræðslu, jafningastuðning, sálfræðiaðstoð, líkamsrækt og hvaðeina sem getur haft jákvæði áhrif á lífsgæði þeirra.
Ég hvet alla vini mína og vandamenn að styrkja mig, gerast ljósavinir eða styrkja Ljósið með öðrum hætti.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir