Hlauparar

Lilja Karlsdóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég hleyp hálft maraþon fyrir Ljósið!
Í ágúst ætla ég, Lilja Karlsdóttir að taka stórt skref út fyrir minn þægindaramma og hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Þetta verður bæði líkamleg og andleg áskorun - en hún er alls ekki tilgangslaus.
Ég hleyp fyrir Ljósið - endurhæfingarstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Ljósið veitir ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum, og nú langar mig að leggja mitt af mörkum til að styðja við þeirra mikilvæga starf.
Ef þú hefur tök á því að heita á mig með frjálsu framlagi, þá mun hvert einasta krónubrot skila sér í enn betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á henni að halda.
Þú getur heitið á mig hér.
Takk fyrir stuðninginn, og sjáumst í markinu!
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir