Hlauparar

Helga Reynisdóttir
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Klappstýrur Bríetar
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið

Klappstýrur Bríetar– Hlaupum saman fyrir Félag krabbameinssjúkra barna!
Elsku vinir, fjölskylda og allir sem vilja leggja sitt af mörkum 🤍
Elsku Bríet Klara okkar stendur frammi fyrir erfiðri baráttu eftir að hún greindist nýlega með krabbamein.
Eftir margar rannsóknir vitum við nú að hún þarf að fara í gegnum krefjandi lyfjameðferð, skurðaðgerð og mögulega geislameðferð.
En Bríet er sterk og hraust og við fjölskyldan stöndum þétt við hlið hennar, full af ást, von og baráttugleði.
Til að styðja við Bríet og önnur krabbameinssjúk börn viljum við safna 1 milljón króna fyrir Félag krabbameinssjúkra barna sem veitir ómetanlegan stuðning á þessum erfiðu tímum.
Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt í styrktarhlaupinu okkar, hvort sem þið hlaupið, hlabbið, labbið, skokkið eða styðjið með framlögum! Hvert skref og hver króna skiptir máli í þessari baráttu.
Tökum höndum saman elsku klappstýrur Bríetar og hjálpum Félagi krabbameinssjúkra barna að aðstöðu fjölskyldur í þessarri stöðu.
Fyrirfram þakkir,
Helga, Björn, Bríet Klara, Sigyn Mjöll, Reynir Logi og Mosi (voffi)
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Nýir styrkir