Hlauparar

Ylfa Rún Bjarnadóttir
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Klappstýrur Bríetar
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ylfa Rún ætlar að hlaupa fyrir elsku Bríet Klöru vinkonu okkar sem greindist nýlega með krabbamein 🤍
Bríet og fjölskyldan öll hefur fengið stórt verkefni í fangið og þá er dýrmætt að geta leitað til samtaka eins og Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna eftir stuðning í þessum krefjandi aðstæðum.
Margt smátt gerir eitt stórt og ég hvet ykkur til að leggja málefninu lið og hvetja Ylfu Rún áfram í hlaupinu og Bríet í sinni baráttu 🤍
Ef Ylfa Rún nær að safna að minnsta kosti 100 þúsund krónum þá ætla mamma og pabbi að hlaupa með! (Það er afrek út af fyrir sig fyrir ykkur sem þekkið til 🙈🤣)
Komasvo! Komið kartöflunum úr sófanum og styðjið stelpurnar 👏
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Nýir styrkir