Hlauparar

Kristín Erla Pétursdóttir
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Klappstýrur Bríetar
Samtals Safnað
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég hleyp í ár fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna – sem klappstýra Bríetar Klöru.
Bríet Klara, dóttir Helgu, æskuvinkonu minnar, stendur nú frammi fyrir erfiðri baráttu eftir að hafa nýlega greinst með krabbamein.
Hún er hugrökk, sterk og hraust – og hefur mætt veikindunum með miklum krafti og jákvæðu hugarfari.
Ég hleyp til heiðurs Bríeti Klöru og öllum þeim börnum og fjölskyldum sem standa í svipaðri stöðu.
Hvert framlag skiptir máli og hjálpar félaginu að styðja börn og fjölskyldur þeirra á erfiðum tímum.
Þinn stuðningur skiptir máli – Áfram Bríet Klara!
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð. Hvatningarstöð félagsins er vestan við Olís-stöðina í Ánanaustum. Sjá viðburðinn: Hvatningarstöð SKB í Reykjavíkurmaraþoni https://www.facebook.com/events/1051078383502754
Nýir styrkir