Hlauparar

Stella Björg Óskarsdóttir
Hleypur fyrir Minningarsjóður Bryndísar Klöru - Riddarar kærleikans
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í ár ætla ég að hlaupa mitt fyrsta hálfa maraþon í Reykjarvíkurmaraþoninu og langar mig að styrkja gott málefni í tilefni þess. Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Minningarsjóð Bryndísar Klöru sem var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Tilgangur og markmið Minningarsjóðs Bryndísar Klöru, er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og stuðla að samfélagi þar sem samkennd, samvinna og öryggi eru í forgrunni. Þótt ég þekkti elsku Bryndísi ekki persónulega þá snertir þetta málefni mig djúpt og finnst mér mikilvægt að hvetja til jákvæðra samfélagsbreytinga og heiðra hennar minningu. Sýnum kærleik 🩷 🩷
Minningarsjóður Bryndísar Klöru - Riddarar kærleikans
Minningarsjóður Bryndísar Klöru var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á Menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024.
Nýir styrkir