Hlauparar

Kristín Ýr Lyngdal
Hleypur fyrir Reykjadalur - helgar og sumarbúðir og er liðsmaður í Áfram Klara fyrir Reykjadal
Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið



Takk fyrir mína konu elsku besti Reykjadalur <3
Staðurinn sem tekur svo vel á móti börnum með sérþarfir, þar sem þau fá að vera þau sjálf. Þau upplifa taumlausa gleði, umhyggju og fá alla þá athygli sem þau þurfa og vilja.
Að geta sent barnið sitt á draumastað eins og Reykjadal þar sem maður getur treyst því fullkomlega að passað verður upp á það og það fái að blómstra er ómetanlegt.
Auðvitað ætti Reykjadalur að vera að fullu styrktur af ríkinu, en hér erum við og þá hleypur mamman auðvitað glöð til að leggja sitt af mörkum.
Hvet ykkur til að heita á mig eða hlaupahópinn Áfram Klara fyrir Reykjadal
Reykjadalur - helgar og sumarbúðir
Markmið okkar í Reykjadal er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundartækifæri þar sem börn og ungmenni fá að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta og gleði er mikilvægur þáttur í starfseminni þar sem áhersla er lögð á að öll geti eignast vini og séu fremst á meðal jafningja. Boðið er upp á sumar- og helgardvalir fyrir fötluð börn og ungmenni í Mosfellsdal allt árið um kring. Auk þess er boðið upp á Ævintýrabúðir fyrir börn með ADHD, einhverfu og andlegar áskoranir og fjölbreytta samveru og jafningastuðning fyrir ungt fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. Alls nýta sér um 400 börn og ungmenni úrræði á vegum Reykjadals ár hvert.
Nýir styrkir
Stöðuþráður hlaupara
Engir styrkir hafa borist enn