Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið


Natan Þór er einn af þremur heppnum börnum sem fær að nýta sér pláss á leikskóladeildinni Lyngás, sem er rekin af Ás styrktarfélagi en Reykjavíkurborg borgar plássið.
Lyngás er lítið þekktur draumur og er fyrir fötluð og langveik börn, mörg börn geta ekki nýtt sér hefðbundinn leikskóla og flest komast ekki að í úrræði. Lyngás hefur EKKERT útileiktæki, það vaknaði metnaður að reyna safna uppí FYRSTA útileiktækið fyrir krakkana og framtíðar krakka sem munu koma til með að fá að upplifa drauminn sem Lyngás er.
Þið sem þekkið Natan, getið ýmindað ykkur glottið sem mun koma þegar hann prófar loksins fyrsta leiktækið, og get lofað því að sömu viðbrögð verða hjá öllum sem málið varða!
Natan, ég og stóra systir hans ætlum í skemmtiskokk saman í von um að ná að gera fyrsta leiktæki Lyngásar að veruleika!🥰
Lyngás fyrir börn
Söfnum fyrir sérhæfðri rólu fyrir Lyngás deild Ás styrktarfélags.
Nýir styrkir