Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að hlaupa fyrir styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og heiðra minningu Ara sonar míns sem fékk aldrei tækifæri til að hlaupa og leika sér eða vaxa og dafna því hann dó þriggja daga gamall. Hann væri 42ja ára í dag. Þessi sára lífsreynsla gerði mig að betri mannesku og meðan fæturnir bera mig ætla ég að leggja mitt af mörkum og hlaupa til góðs fyrir Ara og alla þá sem ekki geta hlaupið. Jafnvel þótt ég geti ekki lengur hlaupið maraþon eins og ég hef gert í 30 ár þá mun ég skokka með gleði fyrir gott málefni.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 og hefur frá upphafi rutt braut og unnið mikilvægt frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Í dag birtist blómleg starfsemi félagsins í margvíslegri þjónustu undir merkjum félagsins, Æfingastöðvarinnar og Reykjadals. Alls nýta um 1.800 fjölskyldur þjónustu Styrktarfélagsins á ári hverju.
Nýir styrkir