Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að láta slag standa og hlaupa hálft maraþon í fyrsta skipti og í leiðinni styrkja MS-félag Íslands.
Ég heiðra þessu hlaupi henni móður minni, sem var frá ungum aldri mikill hlaupari og tók síðast þátt í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2007 en það er sama ár og hún greinist með MS. Hún hefur sýnt mikla seiglu og hugrekki að tækla þær áskoranir sem sjúkdómurinn hefur kastað í hana og er mín fyrirmynd.
Ég er ævinlega þakklát þeim sem heita á mig og styrkja MS-félag Íslands 💜
MS-félag Íslands
MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flest á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.
Nýir styrkir