Hlaupastyrkur

Hlauparar

Hálfmaraþon - Keppnisflokkur

Elísa Kristinsdóttir

Hleypur fyrir Styrktarfélag Magnúsar Mána

Samtals Safnað

80.000 kr.
80%

Markmið

100.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Magnús Máni er 15 ára íþróttastrákur sem veiktist alvarlega  í kjölfar stuttra veikinda sumarið 2023. Magnús hafði verið með háan hita af og til í 2-3 vikur, hálsbólgu og hósta en ekkert athugavert kom í ljós í læknisskoðun viku áður en hann missti skyndilega máttinn og alla skynjun frá bringu og niður. Bakteríusýking hafði náð alla leið inn í mænuna og ollið þar bólgu með þessum alvarlegu afleiðingum.

Frá því í september 2023 hefur hann verið í gríðarlega mikilli og krefjandi endurhæfingu. Markmið hans frá upphafi hefur verið að ná sér að fullu, það markmið hefur ekkert breyst og hefur náðst mikill og góður árangur enda er Magnús Máni með ótrúlegan viljastyrk, þolinmæði og seiglu.

Því miður hefur íslenska heilbrigðiskerfið ekki upp á að bjóða bestu aðstöðu og þjónustu hvað varðar endurhæfingu til að hann geti náð sínu markmiði, þ.e. að ná sér að fullu. Ekki eru til nýjustu tæki og tól sem eru notuð í þeirri endurhæfingu sem hann þarf á að halda. Ekki var í boði sá mikli tími sem hann þarf í endurhæfingu á dag til að ná sínu markmiði og að sama skapi var nauðsynleg hvatning og trúí þeirri endurhæfingu sem í boði var ekki til staðar.

Vegna þessa hefur fjölskylda hans þurft að leita til erlendra aðila og farið erlendis með tilheyrandi raski á fjölskyldulífið til að ná þeim árangri sem Magnús hefur náð í dag. Jafnframt hefur þessu fylgt mikill kostnaður. Magnús Máni er farinn að ganga með göngugrind og á enn eftir töluverða vinnu til að ná fullum bata. Til viðbótar erlendu aðilunum fengum við til liðs við okkur frábæra íslenska sjúkraþjálfara sem hafa reynst okkur gríðarlega vel.

Fjölskyldan hefur í tvígang farið erlendis til lengri tíma og munum gera aftur. Í janúar á þessu ári var farið til Madrídar í 10 vikur á endurhæfingarstöð með allri nýjustu tækni, nálgun og hvatningu við endurhæfingu sem við höfum því miður ekki séð í opinbera kerfinu á Íslandi. Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands er því miður aðeins lítið brot af þeim mikla kostnaði við þessa endurhæfingu.

Styrktarfélag Magnúsar Mána

Fjölskylda, vinir og þeir sem vilja ætla að hlaupa til styrktar endurhæfingu Magnúsar Mána.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Helga
Upphæð2.000 kr.
Flottust
Upphæð2.000 kr.
Flottur árangur
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Sonja Sif Jóhannsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Magnús Máni og Elísa!!
Hildur Kristín
Upphæð5.000 kr.
Bestust
Guðbjörg Hulda
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
❤️
Upphæð1.000 kr.
❤️
Eva
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Heiðrún Helga Snæbjörnsd
Upphæð5.000 kr.
Vel gert 🥰❤️
Olga Kristrún
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Skúli
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð
Kári Hilmarsson
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Kristinn Hjartarson
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Margrét Ásta Kristinsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Ella😘
Anna Jenný Vilhelmsdottir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel
Heiðrún Helga Snæbjörnsd
Upphæð5.000 kr.
Fallegt 🥰🥰
Steindór Eiríksson
Upphæð5.000 kr.
Verður spennandi að tímann, fulla ferð👏👏
Bára Mjöll
Upphæð5.000 kr.
Áfram þú elsku snillingur ❤️

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade