Hlaupastyrkur

Hlauparar

Hálfmaraþon - Keppnisflokkur

Guðbjörg Jónsdóttir

Hleypur fyrir Alzheimersamtökin

Samtals Safnað

90.000 kr.
100%

Markmið

50.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Ég ætla að hlaupa 21,1km í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst ni. fyrir elsku mömmu mína og Alzheimerssamtökin❤️

Ég met ykkar stuðning mikils❤️

Ég set mér markmið að ná að safna 50.000kr fyrir dýrmætu Alzheimerssamtökin🥰❤️

Margt smátt gerir eitt stórt og brauðmolar eru líka brauð😊❤️

Yndislega móðir mín greindist með Alzheimerssjúkdóminn fyrir 4 árum síðan. Mamma er ekki sama mamma og hún var fyrir nokkrum árum síðan og það er stundum sárt og sorglegt. Alzheimersjúkdómurinn er í raun fjölskyldusjúkdómur, því að áhrif hans á aðstandendur andlega og tilfinningarlega er gífurlegur. Sumir aðstandendur fara í afneitun og skammast sín fyrir að viðurkenna að þessi greining sé rétt og halda í vonina um að sjúklingurinn komi aftur til baka, en það gerist því miður ekki. Fyrir 3 árum síðan í RM, þá ætlaði ég að hlaupa fyrir Alzheimerssamtökin, en fékk bara kökk í hálsinn við tilhugsunina og bara gat alls ekki viðurkennt það fyrir alþjóð að mamma mín væri með þennan ekki skemmtilega sjúkdóm......

Ég hljóp á eftir nokkrum hlaupurum sem voru í appelsínugulum bolum merktum Alzheimerssamtökunum og aftan á bolnum þeirra stóð "Munum þá sem gleyma". Ég hljóp á eftir ungri stelpu í svona bol og síðan hlupum við saman seinni hluta hlaupsins og við töluðum saman á leiðinni og hún sagði mér að afi sinn væri með Alzheimerssjúkdóminn. Það var gott að tala við hana og heyra að hún væri að upplifa svipað og ég og þarna áttaði ég mig betur á því hversu gott er að opna sig fyrir þessum sjúkdómi, ræða hann opinskátt og vinna þannig með þennan sjúkdóm. Það sem skiptir mestu máli er að leyfa sjúklingnum að njóta sín eftir bestu getu og mæta honum þar sem hann er staddur í það skiptið, sem samskipti eiga sér stað, ekki þræta við hann og leyfa honum svoldið að ráða ferðinni, innan vissra marka að sjálfsögðu. Ég tók ákvörðun í þessu hlaupi að á næsta ári, ætlaði ég að stíga skrefið og hlaupa RM til styrktar Alzheimerssamtökunum, sem eru að gera frábæra hluti fyrir aðstandendur Alzheimerssjúklinga og veita þeim þá fræðslu og stuðning, sem þeir óska eftir. Í ár held ég semsagt áfram að standa við þá ákvörðun og hlaupa til styrktar Alzheimerssamtökunum í 2. sinn og geri það fyrir elsku mömmu mína, sem er búin að vera rúm 2ár  inná hjúkrunarheimili, þar sem er vel hugsað um hana og hún fær þá þjónustu þar, sem hún þarfnast❤️

Ég ætla að hlaupa fyrir mömmu og þætti afskaplega vænt um ef að þú myndir styrkja mig og Alzheimerssamtökin❤️

Með fyrirfram þökk og kærri kveðju❤️

#munumþásemgleyma

https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar/8077

Alzheimersamtökin

Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Andrea Klara
Upphæð5.000 kr.
Takk Guðbjörg. Þú hleypur líka fyrir mömmu mína ❤️
Rósa Steinunn Solveigar Sturludóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Freyja
Upphæð5.000 kr.
Vel gert!
Svala Pálsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel.
Guðrun Halldorsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Guðrún Sigurðardóttur
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Þuríður sveinsdottir
Upphæð1.000 kr.
Flottust Guðbjörg ❤️
Erna Reynaldsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Munum þá sem gleyma elsku vinkona ❤️
Upphæð2.000 kr.
Takk fyrir að hlaupa
Upphæð2.000 kr.
Munum þá sem gleyma❤️
Margrét Lilja Valdimarsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Fyrir góða vinkonu .
Vally sverrisdottir
Upphæð15.000 kr.
Fallegust
Kolbrún Marelsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Flottust
Gudrún Ragnarsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Flott frænka knús til þín ❤️
Oddný G.H.
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Soffía H Magnúsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Munum þá sem gleyma
Lena Medic
Upphæð5.000 kr.
Áfram þú!
Kiddý og Böddi
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
You Rock!
Ellert
Upphæð2.000 kr.
Áfram mamma!
Upphæð1.000 kr.
Áfram Guðbjörg!
Upphæð1.000 kr.
Áfram Guðbjörg!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade