Hlauparar

Ísak Toma
Hleypur fyrir Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings
Samtals Safnað
Ákjósanleg greiðsluleið
Ég ætla að hlaupa fyrir Minningarsjóð Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings.
Hjalti Þór var framúrskarandi stærðfræðingur og skíðamaður. Hann var sonur Heiðar, samstarfskonu minnar á Nordic Office of Architecture. Hjalti Þór hefði útskrifast í júní 2024 frá ETH-háskólanum í Zürich í Sviss, en hugur hans fylltist ranghugmyndum sem leiddu til andláts hans um jólin 2023.
Í fyrra ákvað fjölskylda Hjalta Þórs að stofna minningarsjóð í hans nafni með það að markmiði að hvetja efnilega stærðfræðinema til framhaldsnáms í stærðfræði.
Nemendur sem lokið hafa kröfum fyrstu tveggja námsára í stærðfræði við Háskóla Íslands eiga kost á að sækja um styrki úr sjóðnum á haustmisseri hvers skólaárs.
Sjóðurinn veitir að öllu jöfnu einn til tvo styrki ár hvert, í samræmi við tilgang sinn.
Eftir mjög góðan undirbúning og fjölda áheita tókst í fyrra að safna samtals um 6.700.000 kr.
Það væri frábært ef þetta framtak héldi áfram næstu árin, og vil ég hvetja alla sem geta til að styrkja sjóðinn.
Til minningar um Hjalta Þór.
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings var stofnaður af Heiði móður Hjalta Þórs, sl. vetur. En Hjalti Þór lést 15. desember 2023.
Nýir styrkir