Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið

💙 Ég ætla að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir pabba minn og alla þá sem glíma við fíkn.
Ég safna áheitum fyrir Það er von, sem styður fólk sem glímir við fíkn og aðstandendur þeirra, og vinnur að fræðslu og forvörnum.
Þetta mál snertir mig djúpt og það er erfitt að standa hjá og geta lítið gert – en með þessu hlaupi get ég gert eitthvað sem skiptir máli fyrir einhvern annan sem er að berjast fyrir lífi sínu.
Ef þú vilt styðja mig væri ég ótrúlega þakklát fyrir hvert einasta áheit. Hver króna fer í að hjálpa fólki að fá þá aðstoð og þann stuðning sem þau þurfa. ❤️
Takk fyrir að hjálpa mér að hlaupa fyrir vonina. 🏃♀️💛
Það er Von
Það er von félagasamtökin voru stofnuð í ágúst 2019 og hafa unnið markvisst í þágu fólks með fíknivanda með margvíslegum hætti. Það er von veitir ráðgjöf hjá fíkniráðgjafa fyrir fólk með fíkniraskanir og aðstandendur þeirra. Það er von standa fyrir vitundarvakningu, aukinni umræðu og sýnileika fólks með fíknivanda.
Nýir styrkir