Hlauparar

Harpa Mjöll Grétarsdóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa til styrktar Ljósinu - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. ❤️ Allt það frábæra starfsfólk sem þar starfar reyndist ómetanlegur stuðningur í byrjun minnar baráttu á þessu ári og mun án efa verða það áfram í uppbyggingu eftir meðferð. ❤️
Þjónusta Ljóssins er fyrir alla krabbameinsgreinda einstaklinga frá 16 ára aldri og nánustu aðstandendur og fjölskyldu. Aðstandendur, frá 6 ára aldri, geta sótt stuðning fagfólks og sérsniðin fræðslunámskeið.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir












