Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa 10 kílómetra til styrktar Astma- og ofnæmisfélags Íslands.
Ég er sjálf með ofnæmi og astma og hefur félagið hjálpað mér að kynnast fleiri krökkum með ofnæmi á sjálfstyrkingarnámskeiði sem ég fór á á þeirra vegum. Ég vonast til þess að fleiri námskeið verði haldin :)
Einnig styrkti félagið mömmu sem gaf út bók fyrir börn með ofnæmi: Fjóla er með ofnæmi – Forlagið bókabúð.
Astma- og ofnæmisfélag Íslands
Astma- og ofnæmisfélag Íslands var stofnað árið 1974 til að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem eru með astma og ofnæmi. Einnig vinnur félagið að málefnum er snúa að loftgæðum, innan og utanhúss. Félagið talar máli sjúklinga með astma og ofnæmi við yfirvöld heilbrigðismála, kennslumála og við aðra áhrifahópa í þjóðfélaginu. Félagið heldur úti fræðslu og upplýsingaflæði og er félagsmönnum innan handar er snýr að persónulegri ráðgjöf.
Nýir styrkir