Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Almenn skráning

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Hleypur fyrir MS-félag Íslands

Samtals Safnað

104.000 kr.
100%

Markmið

50.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Síðasta sumar var ég nýbúin að halda heljarinnar “ræðu” um að ég hlaupi ekki nema einhver sé að elta mig og að hlaupa væri ógeðslega leiðinlegt og þannig réttlæti ég fyrir mér að slaka frekar á og njóta þess að skrolla í símanum. Á sama tíma var ég alltaf jafn hissa að vigtin fór ekkert niður á sama tíma og ég réttlæti fyrir sjálfri mér að ég þurfi ekkert að hreyfa mig. Þetta líf er flókið.

Í ágúst hitti ég svo á góða kunningjakonu sem var hætt að geta hlaupið sökum MS og ég, eins og asni, með ekkert nema afsakanir!

Ekki málið Edda, ég skal hlaupa fyrir þig sagði ég og tjóðraði á mig rándýra nýja hlaupaskó! Fyrsta hraðahindrun voru nýju skórnir sem var virkilega vont að hlaupa í, kom í ljós að um rándýra Padelskó var að ræða! Góð fjárfesting það!

Fann 15 ára gamla Reebok skærbleika skó (ónotaðir að sjálfsögðu) og þeir eru geggjaðir!

Playlistinn “Fannsa hleypur” er tilbúin á spotify svo nú spæni ég upp malbikið!

Ég ætla að hlaupa 10 km í ágúst fyrir hana Eddu Löve til styrktar MS-félaginu ❤️‍🔥

MS-félagið stendur vaktina fyrir fólk sem lifir með Multiple Sclerosis (MS) og skyldum sjúkdómum – á hverjum degi. Þeir veita ómetanlegan stuðning, ráðgjöf og fræðslu fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur sem standa frammi fyrir óvissu, áskorunum og breytingum sem fylgja langvinnum taugasjúkdómum. Félagið heldur utan um hópa, veitir sálfélagslega þjónustu, berst fyrir bættum réttindum og vinnur ötullega að því að bæta lífsgæði fólks.

Þetta er barátta sem fer fram í kyrrþey – en hefur djúpstæð áhrif á líf margra. Með því að styðja MS-félagið styður þú við bakið á fólki sem stendur í daglegri baráttu sem oft sést ekki utan frá. Þú hjálpar til við að tryggja að enginn þurfi að standa einn í sinni vegferð.

Ef þú hefur tök á, þá væri mér ómetanlegt að fá þinn stuðning – stóran sem smáan. Hvort sem þú vilt leggja inn framlag, hvetja mig áfram eða deila þessu með öðrum, þá skiptir hvert einasta skref máli.

Takk fyrir að standa með okkur Eddu – og með þeim sem þurfa á þessu frábæra starfi að halda.

MS-félag Íslands

MS er einn algengasti taugasjúkdómurinn sem leggst á ungt fólk og greinast um 25 árlega á Íslandi, flest á aldrinum 20-40 ára. MS-félagið veitir jafnt MS-greindum sem aðstandendum ráðgjöf, fræðslu og stuðning. Þinn stuðningur er ómetanlegur í starfi félagsins.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Ari G
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Helga
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Asa Jonsdottir
Upphæð3.000 kr.
Snillingur, beint í mark !
Snorri
Upphæð5.000 kr.
Fyrir Eddu
Gróa Björg
Upphæð5.000 kr.
Áfram Fanný 🫶💪🥰
Dìana Dögg Vìglundsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Bergþóra
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér rosalega vel
Hildur Eggertsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel.
Hulda Björk Grímsdôttir
Upphæð5.000 kr.
You go girl
Mamma
Upphæð5.000 kr.
Koma svo
Fridrika Sigvaldadottir
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér og ykkur öllum vel!!
Dísa
Upphæð5.000 kr.
Heja Fanný
Unnur Guðjónsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Ískaldan á kanntinum
Edda Löve
Upphæð5.000 kr.
Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig <3 Ofurpepp á þig magnaða Fanný og þúsund þakkir fyrir að vera langsamlegasta skemmtilegasta þátttakandinn, ógó gaman að fylgjast með þinni vegferð, bara spurning hvenær þú býður upp á námskeiðið "Úr NÓ í GÓ - hlaupanámskeið", þar sem allt er hægt og brálæðislega góður húmöööör auðvita. :D GÓÓÓÓÓÓ Fanný <3
Ragna og Kristján
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel kæra tengdadóttir❤️
Vigdís Edda Jónsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Vel gert!!
Ragnheiður Ósk
Upphæð5.000 kr.
Þú ert hetja 💪
Anna Bára
Upphæð5.000 kr.
Hlauptu eins og vindurinn
Kristín Rut
Upphæð2.000 kr.
dugnaður
Sveina María
Upphæð2.000 kr.
Áfram Fanný 💖
Dagný Rut
Upphæð5.000 kr.
Geggjuð Fanný!! Rúllar þessu upp
Oddný Þóra Kristjánsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Áfram Fanný hlaupadrottning🩷
Barði Westin
Upphæð2.000 kr.
Það væri hneisa að sleppa slíku áheiti! Massar þetta Fanný ;)
Hafdís
Upphæð5.000 kr.
Áfram snillingur 😘
Halldór Gröndal
Upphæð5.000 kr.
Heja Fanný
Dagrún Fanný
Upphæð2.000 kr.
Áfram þú nafna
Hanna Egilsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Heja heja! 👏🏼
Sigrun Haraldsdottir
Upphæð2.000 kr.
Eigandi frænda sem fékk greininguna MS fyrir nokkru síðan, styrki ég þig að sjálfsögðu. Vel gert að hlaupa!! Það er gaman þegar maður getur það.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • 66 Norður
  • Gatorade
  • Holdur Car Rental Iceland