Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Eftir að vinkona mín og hjúkkusystir greindist með Parkinsons var engin spurning hvaða félagi yrði safnað fyrir og ætlum við að hlaupa saman frá byrjun og til enda. Vinkona mín er ljóslifandi dæmi þess að þessi sjúkdómur fer ekki í manngreiningarálit. Við þurfum að styðja við fólkið okkar, unga sem aldna og allt þar á milli og það gera þessi samtök svo vel!
Parkinsonsamtökin
Takk fyrir að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin! Parkinsonsamtökin og Taktur veita endurhæfingu, fræðslu, ráðgjöf og stuðning fyrir fólk með Parkinsonsjúkdóm og skylda sjúkdóma, ásamt því að vinna að bættum lífsgæðum fyrir skjólstæðinga sína og aðstandendur. Fylgstu með fréttum fyrir hlaupara Parkinsonsamtakanna á Facebook: https://www.facebook.com/groups/hlaupastyrkur/ Takk fyrir að hlaupa og styðja Parkinsonsamtökin!
Nýir styrkir

















