Hlauparar

Elíza Newman
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Þetta verður mitt fyrsta Reykjavíkurmaraþon og ætla ég að hlaupa og kannski labba hratt 10 km til styrkar Ljósinu. Ljósið hefur stutt mig ómetanlega mikið í minni endurhæfingu eftir að ég greindist með brjóstakrabbamein í nóvember síðastliðnum. Þeirra frábæra starf hefur hjálpað mér aftur af stað út í lífið og langar mig a sýna þakklæti mitt með því að hlaupa og reyna að safna smá aur í leiðinni. Áfram Ljósið!
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir