Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég er 25 ára og búsett í Þýskalandi með manninum mínum og tveimur kisum. Þar hef ég ötulega tekið þátt í mótmælum og viðburðum fyrir Palestínu til að vekja athygli á þjóðarmorðinu sem innfæddir þar hafa upplifað vegna stríðsreksturs aðskilnaðarríkisins Ísraels með óheftum stuðningi vesturlanda. Sérstaklega Þýskalands, sem er m.a. annar stærsti vopnaseljandi Ísraels á eftir Bandaríkjunum.
Yfir hafið hef ég fylgst með mikilvægum verkefnum, og einnig mætt á mótmæli þegar ég hef verið heima, sem Félagið Ísland-Palestína hefur séð um í nafni hugrekkis og mannúðar. Því ætla ég að virkja lappirnar og safna fyrir félagana mína á Íslandi og geri það stolt. Megi Palestína verða frjáls rétt eins og önnur landssvæði og íbúar þeirra sem lifa undir yfirráða annarra!
Félagið Ísland-Palestína
Tökum höndum saman og berjumst fyrir vopnahléi á Gaza og frelsi í allri Palestínu! Félagið Ísland – Palestína styður baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og rétti palestínsks flóttafólks til að hverfa aftur til síns heimalands.
Nýir styrkir