Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp fyrir Æfingastöðina því ég hef kynnst því hvað starfið þar er frábært og mikilvægt. Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Á Æfingastöðinni starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna.
Edda María dóttir okkar lenti í axlarklemmu í fæðingu sem gerði það að verkum að hún gat ekki hreyft hægri höndina sína. Við höfum þess vegna farið vikulega á Æfingastöðina í næstum tvö ár og hefur hún náð góðum bata. Við höfum séð að á Æfingastöðinni er unnið mjög mikilvægt og gott starf og þess vegna vil ég styrkja starfið þar.
Æfingastöðin
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Markmiðið er að veita ráðgjöf og þjálfun með það að leiðarljósi að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Í náinni samvinnu við fjölskyldu barnsins eru sett einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af aðstæðum, áhuga og framtíðarsýn einstaklingsins og fjölskyldunnar.
Nýir styrkir