Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Eins og undanfarin ár förum við, bæði ættingjar og vinir Mikaels Smára mislangar vegalengdir og hver á sínum hraða.
Markmið okkar allra er að safna áheitum fyrir elsku karlinn okkar hann Mikka. Mikki minn fékk ekki bestu spilin í lífinu. Líkaminn er orðinn þreyttur eftir allt sem hefur herjað á hann seinustu árin, bæði AT taugahrörnunarsjúkdómur og krabbamein líka, en krabbinn varð að játa sig sigraðan því ofurhetjan okkar náði að sigra krabbann.
Í dag er Mikki algjörlega háður hjólastól og mörgum öðrum hjálpartækjum í sínu daglega lífi. Ég ætla að fara í skemmtiskokkið og ef ég fæ einhver áheit þá gleðst ég yfir hverri krónu því margt smátt gerir eitt stórt.
Styrktarfélag Mikaels Smára
Mikael Smári er 13 ára sjarmatröll, sem haldin er taugahrörnunar sjúkdómnum ataxia telangiectasia. Sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Mikki er einnig búinn að há hetjulega baráttu við bráða hvítblæði síðustu 2 árin, en sér nú fram á að geta komist til Íslands í langþráð frí! Allt daglegt líf er orðið að mikilli áskorun fyrir Mikka, hann er orðin mjög háður ýmsum hjálpartækjum. Lífaldurinn er ekki hár hjá þeim börnum sem greinast með sjúkdóminn og skiptir mestu máli núna að búa honum sem best líf, búa til minningar og leyfa honum að njóta sín. Sjóðurinn hefur stutt við fjölskyldu Mikka með greiðslum af hjólastólabíl sem þau hafa til umráða fyrir hann, styrki fyrir ferðalög og annan kostnað sem þarf að leggja út fyrir vegna þeirra hamla sem þau standa frammi fyrir. Við hvetjum hlaupara og aðra stuðningsmenn til að nota myllumerkið #fyrirmikka og #mikkavinafélagið á samfélagsmiðlum :)
Nýir styrkir

















