Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa mitt fyrsta heila maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þann 23. ágúst nk og langar mig um leið að láta gott af mér leiða og taka þátt í áheitasöfnun til styrktar góðs málefnis.
Fyrir valinu er Krabbameinsfélag Árnessýslu sem stendur þétt við bakið á þeim sem standa þurfa þungan straum af kostnaði vegna krabbameinsmeðferðar og aðstoða þar við að draga úr áhyggjum og auknu álagi sem fjárútlát geta haft á fjölskyldur í krabbameinsferli.
Ég væri því mjög þakklátur ef þið eruð aflögufær og hafið tök á að styrkja þetta góða málefni – margt smátt gerir eitt stórt 😊
Krabbameinsfélag Árnessýslu
Krabbameinsfélag Árnessýslu er öflugt aðildarfélag KÍ sem vinnur markvisst að því að efla þjónustu í heimabyggð. Félagið er rekið af styrkjum og framlögum fyrirtækja, félagasamtaka og velunnara sem láta málefnið sig varða. Í þjónustunni er lög áhersla á félagslega og sálræna þætti í kjölfar krabbameinsgreiningar.
Nýir styrkir