Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa 10km til styrktar ADHD samtakanna.
Kristín litla systir mín er með ADHD og því standa samtökin okkur nærri. Kidda er ein kraftmesta, hugmyndaríkasta og yndislegasta manneskja sem ég þekki og ég er ótrúlega stolt af henni.
Hún hefur þurft að þola mikið mótlæti og þurft að reka sig oft á, áður en henni tekst eitthvað ákveðið. En þrátt fyrir það gefst hún aldrei upp og er því mikil fyrirmynd❤️
Það getur reynst mörgu fólki erfitt að skilja greinguna ADHD og það sem í henni felst. Kidda hefur oft þurft að verja sjálfa sig og útskýra greininguna eins og líklega aðrir með þessa greiningu hafa upplifað. ADHD samtökin hafa lagt sitt af mörkum til þess að efla fræðslu um ADHD og því hleyp ég fyrir þau🏃🏼♀️➡️💥🤍
Takk fyrir stuðninginn og sjáumst í hlaupinu❤️
ADHD samtökin
Í meira en 35 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
Nýir styrkir