Góðgerðarmál

ADHD samtökin
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Þjónusta ADHD samtakanna
Þjónusta ADHD samtakanna stendur öllum landsmönnum til boða. Félagið telur nú yfir fjögur þúsund félagsmenn, en ein aðild nægir fyrir alla fjölskyldumeðlimi - enda eru ADHD einkenni algeng innan fjölskyldna.
Talið er að allt að 25.000 Íslendingar glími við ADHD, þar af um 10.000 börn og 15.000 fullorðnir. Gríðarlegur fjöldi hafa hvorki fengið greiningu né þau úrræði sem gætu bætt lífsgæði þeirra verulega. Skilvirk úrræði gætu dregið stórlega úr samfélagslegum kostnaði, s.s. vegna brottfalls úr skóla, vímuefnaneyslu, eineltis, örorku, lyfjanotkunar og ýmiskonar heilbrigðisvandamála.
ADHD samtökin veita félagsmönnum, almenningi, fagfólki og opinberum stofnunum ráðgjöf, fræðsluefni og upplýsingar, allt án endurgjalds. Auk þess standa samtökin fyrir fjölbreyttu námskeiðahaldi, fræðslufundum og öflugri útgáfustarfsemi. Með þínum stuðningi getum við eflt þetta mikilvæga starf enn frekar, öllum til heilla. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar: www.adhd.is.
Taktu þátt með Team ADHD í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka!
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í ágúst, líkt og venja er, og þúsundir hlaupara taka þátt til styrktar góðgerðarfélögum landsins. Áheitasöfnun hlauparanna er ein mikilvægasta fjáröflun ársins fyrir ADHD samtökin og getur haft afgerandi áhrif á starfsemi félagsins.
Í fyrra hlupu nærri 100 einstaklingar með Team ADHD og söfnuðu saman rúmlega einni milljón króna til starfsins okkar!
Í ár stefnum við enn hærra. Áfram hvetjum við alla velunnara til að hlaupa undir merkjum #TeamADHD, #TakkADHD og #Snillingar. Það er óþarfi að hlaupa langt til að taka þátt — 3 km, 5 km, 10 km, hálfmaraþon eða heilt maraþon, allir geta verið með og öll fjölskyldan er velkomin í Team ADHD!
Þeir sem hlaupa fyrir ADHD samtökin hljóta glæsilegan hlaupabol sem þakklætisvott. Eftir að þú skráir þig í Team ADHD á hlaupastyrkur.is, sendu okkur póst á adhd@adhd.is til að velja þinn þakklætisvott.
Tökum höndum saman, hlaupum til góðs og styrkjum ADHD samtökin!