Hlaupastyrkur

Góðgerðarmál

Samtals Safnað

14.500 kr.

Fjöldi áheita

8

Þjónusta ADHD samtakanna er til reiðu fyrir alla landsmenn en í samtökunum eru yfir fjögur þúsund félagsmenn. Aðildin gildir fyrir alla fjölskyldu viðkomandi, enda eru oft margir í sömu fjölskyldu með ADHD. Líklega glíma allt að 25.000 einstaklingar við ADHD á Íslandi í dag - 10.000 börn og 15.000 fullorðnir, mjög margir sem ekki hafa fengið greiningu eða úrræði við hæfi sem gætu stórbætt lífsægði og dregið verulega úr ýmsum samfélagslegum kostnaði; brottfalli úr skólum, vímuefnanotkun, einelti, örorku, lyfjanotkun og ýmiskonar heilbrigðisvanda. ADHD samtökin veita félagsmönnum, öllum almenningi, opinberum stofnunum og fagfólki ýmiskonar ráðgjöf, fræðsluefni og upplýsingar, öllum að kostnaðarlausu og standa jafnframt fyrir öflugu námskeiðahaldi, fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Með þínum stuðningi viljum við og getum við, eflt þetta starf enn frekar - öllum til heilla. Heimasíða samtakanna er www.adhd.is

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í ágúst og venju samhvæmt, munu þúsundir þátttakenda hlaupa til góðs og safna áheitum fyrir félagasamtök landsins. Áheitasöfnun hlauparanna í Reykjavíkurmaraþoninu er ein mikilvægasta fjáröflun hvers árs og fyrir ADHD samtökin getur hlaupið skipt sköpum fyrir starfsemi félagsins. Síðast hlupu hátt í 100 einstaklingar með Team ADHD og saman söfnuðu þeir ríflega 1.000.000,- til starfseminnar!

Í ár vonumst við til að gera enn betur en sem fyrr munu velunnarar ADHD samtakanna hlaupa undir merkjum #teamADHD, #takkADHD og #snillingar. Við fögnum hverjum nýjum þátttakanda og bendum á að ekki þarf endilega að hlaupa svo langt til að taka þátt. Allir sem hlaupa 3 km, 5 km, 10 km, 21 km og heilt maraþon geta skráð sig leiks og safnað áheitum. Öll fjölskyldan getur verið með í Team ADHD!

Þeir sem hlaupa fyrir ADHD samtökin geta fengið flottann hlaupabol frá samtökunum, eða Pop it - push up fiktdót að eigin vali sem þakklætisvott. Þegar þú hefur skráð þig í Team ADHD á hlaupastyrkur.is getur þú sent okkur póst á adhd@adhd.is og valið þinn þakklætisvott.

Einstaklingar sem safna fyrir félagið

Runner
10 K

Asdis Johannesdottir

Hefur safnað 1.000 kr. fyrir
ADHD samtökin
2.5% af markmiði
Runner
10 K

Stefánný Ósk Stefánsdóttir

Hefur safnað 12.500 kr. fyrir
ADHD samtökin
83% af markmiði
Runner
10 K

Helena Rós Þórólfsdóttir

Hefur safnað 1.000 kr. fyrir
ADHD samtökin
2% af markmiði
Runner
Half Marathon

Pálmi Ívar Jóngeirsson

Er að safna fyrir
ADHD samtökin
0% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Anna frænka
Upphæð3.000 kr.
Gangi þér súpervel ❤️
Anna Hlín
Upphæð3.000 kr.
Komaso!
Hulda Björg Víðisdóttir
Upphæð1.000 kr.
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Árný Vaka Jónsdóttir
Upphæð3.500 kr.
Þú getur þetta ! :)
Sóley
Upphæð1.000 kr.
Let’s go!!!!
Ingunn Þormar
Upphæð1.000 kr.
Áfram þú - fyrir ofur adhd fólk !
Upphæð1.000 kr.
Áfram Ásdís

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade