Hlauparar

Birna Kristín Eiríksdóttir
Hleypur fyrir Bergid headspace og er liðsmaður í Veritas hlauparar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!


Það síðasta sem ég geri með þessum ágæta vinnustað (Vistor/Veritas) áður en ég færi mig annað er að hlaupa með þeim fyrir Bergið headspace, sem vinnur svo verðmætt starf við að bæta líf ungs fólks.
Mér finnst þetta falleg leið til að þakka vinnustaðnum fyrir mig. Framlög verða frá vinnustaðnum verða tvöfölduð ef hlaupum saman 1000 km <3
Mun hlaupa það lengsta sem ég treysti mér - hálfmaraþon.
Verð með þessu gula liði, svipist endilega um eftir okkur :)
Bergid headspace
Bergið headspace er ráðgjafa og stuðningsþjónusta fyrir ungt fólk á Íslandi 12-25 ára. Bergið er staðsett á Suðurgötu 10 í Reykjavík sem og í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Akureyri. Bergið býður einnig upp á fjarþjónustu. Þjónusta Bergsins er ókeypis fyrir ungmenni og án takmarkana, það er ungmenna geta komið og fengið ráðgjöf og stuðning um hvað það er sem þau vilja ræða um.
Nýir styrkir