Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa fyrir hann elsku Mikka og væri ofsalega þakklát fyrir hverja krónu sem gæti hjálpað honum og fjölskyldu hans að halda áfram að skapa minningar og létta undir með þeim. Mikki á líka eina systur sem er með erfiða liðagigt og mig langar til að reyna að vera smá fyrirmynd með það að njóta þess sem maður getur hverju sinni og gefast aldrei upp.
Ég, með mína liðagigt og mín veikindi undanfarin ár, ætla að grípa tækifærið núna og reyna að hlaupa þessa 10 km og láta gott af mér leiða í leiðinni. Ég hefði aldrei trúað að ég myndi geta hlaupið þessa vegalengd eftir allt sem á undan er gengið en nú ætla ég að slá til og njóta á meðan ég get. Það er ekkert víst að ég geti þetta á næsta ári eða í næsta mánuði, ef því er að skipta, en í næsta bakslagi get ég þá allavega farið til baka og munað þessa geggjuðu tilfinningu að geta hlaupið og nýtt það svo í uppbyggingu á ný. Miklar æfingar, fullt af bjartsýni, heill helvítis hellingur af þrjósku og smá mikilmennskubrjálæði hefur komið mér hingað.
Styrktarfélag Mikaels Smára
Mikael Smári er 13 ára sjarmatröll, sem haldin er taugahrörnunar sjúkdómnum ataxia telangiectasia. Sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Mikki er einnig búinn að há hetjulega baráttu við bráða hvítblæði síðustu 2 árin, en sér nú fram á að geta komist til Íslands í langþráð frí! Allt daglegt líf er orðið að mikilli áskorun fyrir Mikka, hann er orðin mjög háður ýmsum hjálpartækjum. Lífaldurinn er ekki hár hjá þeim börnum sem greinast með sjúkdóminn og skiptir mestu máli núna að búa honum sem best líf, búa til minningar og leyfa honum að njóta sín. Sjóðurinn hefur stutt við fjölskyldu Mikka með greiðslum af hjólastólabíl sem þau hafa til umráða fyrir hann, styrki fyrir ferðalög og annan kostnað sem þarf að leggja út fyrir vegna þeirra hamla sem þau standa frammi fyrir. Við hvetjum hlaupara og aðra stuðningsmenn til að nota myllumerkið #fyrirmikka og #mikkavinafélagið á samfélagsmiðlum :)
Nýir styrkir

















