Hlauparar

Helga Björk Valgerðar Björnsdóttir
Hleypur fyrir Minningarsjóður Gunnars Karls
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Gunnar Karl var mörgum góð fyrirmynd í góðmennsku, gleði og seiglu, þrátt fyrir allt sem hann þurfti að ganga í gegnum. Baráttumál Gunnars Karls voru að efla þátttöku fatlaðra í námi, tómstundum og íþróttum. Með því að heita á mig mun sjóðurinn geta styrkt ungmenni til þessa, margt smátt gerir eitt stórt.
Minningarsjóður Gunnars Karls
Minningarsjóður Gunnars Karls er stofnaður til minningar um Gunnar Karl Haraldsson sem lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. En hann glímdi við sjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) alla sína ævi og hafði hann mikil áhrif á lífsgæði hans. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og verkefni/málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu.
Nýir styrkir