Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég greindist sem BRCA (Brakka) arfberi fyrir nokkrum árum eftir að móðir mín hafði betur í baráttu við brjóstakrabbamein. Í kjölfar greiningar minnar hófst reglulegt eftirlit með heilsu minni. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið vitneskju um stökkbreytingu í geni sem eykur líkur á blöðruhálskrabbameini hjá körlum.
Ég vil taka þátt í að auka vitund og þekkingu karlmanna á krabbameini. Einnig vil ég stuðla að heilbrigðu lífi og forvörnum. Þess vegna vel ég að hlaupa mitt fyrsta hálfmaraþon til styrktar Brakkasamtökunum - BRCA Iceland.
Brakkasamtökin
Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi. Tilgangur Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og öðrum meinvaldandi breytingum sem auka líkur á krabbameini í vissum líffærum. Einnig að og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Brakkasamtökin eru góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum og allir stjórnarmenn eru ólaunaðir og gefa vinnu sínu í þágu samtakanna.
Nýir styrkir