Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við mæðgin ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í skemmtiskokkið. Gunnari Gabríel langaði að velja málefni og langar honum að styðja við ADHD samtökin. Honum finnst að allir þurfi að þekkja einkenni ADHD, auka skilning á því hvað það þýðir að vera með ADHD og því þurfi samtökin að geta frætt samfélagið. Þeir sem eru með ADHD eru oft mjög orkumiklir og gera því oftar mistök og vill hann auka skilning á því að það getur verið erfitt að vera alltaf að gera mistök og að það þurfi að sýna öðrum mildi.
ADHD samtökin
Í meira en 35 ár hafa ADHD samtökin unnið markvisst að því að einstaklingar með ADHD og skyldar raskanir og fjölskyldur þeirra, mæti skilningi í samfélaginu, fái stuðning, styrk og þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun, auknum möguleikum í námi, leik og starfi og almennt bættum lífsgæðum.
Nýir styrkir