Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Vísindin og framúrskarandi heilbrigðisþjónusta eru að gera kraftaverk fyrir einstaklinga með SMA. Ég hef aldrei hlaupið langhlaup en til að sýna þakklæti fyrir það afrek sem læknavísindin hafa gert fyrir litlu ömmustelpuna Írisi Övu ætla ég að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir SMA félagið á Íslandi.
FSMA á Íslandi
FSMA á Íslandi er félag einstaklinga með SMA (Spinal Muscular Atrophy) og aðstandenda þeirra. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna og styðja við framþróun í greiningu og meðferð sjúkdómsins. Að einstaklingar með SMA fái bestu mögulegu læknisþjónustu og aðgengi að lyfjum og meðferðum sem gagnast þeim í baráttunni við sjúkdóminn og bæta lífskjör þeirra. Þáttur í því er að miðla upplýsingum til almennings og til einstaklinga með SMA og efla vitund og skilning á aðstæðum félagsmanna.
Nýir styrkir

















