Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætlaði ekki að hlaupa í ár af því ég er orðin svo óskaplega gömul og hægfara. En kommon! Ég er frjáls. Ég er södd. Ég bý við eins mikið öryggi og kona getur búið við. Ég er hraust. Ég get hlaupið. Það minnsta sem ég get gert er að hlussast í mark og safna áheitum fyrir fólkið sem hefur ekkert af forréttindunum mínum. Og það er ekki einu sinni fórn af því ég mun bara fá pepp og hrós og gleði og njóta þess að skottast þessa fallegu leið í friðsælu Reykjavík. Hvert einasta áheit skiptir máli, enda fátt hræðilegra en þjóðarmorðið sem verið er að fremja í Palestínu akkúrat núna.
Félagið Ísland-Palestína
Tökum höndum saman og berjumst fyrir vopnahléi á Gaza og frelsi í allri Palestínu! Félagið Ísland – Palestína styður baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn hernámi og fyrir sjálfsákvörðunarrétti og rétti palestínsks flóttafólks til að hverfa aftur til síns heimalands.
Nýir styrkir