Hlauparar

Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!

Ég var greindur með hjartagalla við fæðingu og hef farið í 2 aðgerðir. Ein í Svíþjóð og ein hér heima. Ég er enn í eftirliti og mun það vera það sem eftir er.
Neistinn hefur reynst fjölskyldunni minni vel og langar mig að styrkja mitt félag ❤️
Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna
Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Nýir styrkir